Chaerophyllum aureum

Ættkvísl
Chaerophyllum
Nafn
aureum
Íslenskt nafn
Gullsveipblaðka.
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júli-ágúst.
Hæð
- 130-150 sm
Vaxtarlag
Uppréttur, kröftugur, grófhærður fjölæringur, allt að 130-150 sm hár. Stönglar dúnhærðir til hárlausir, stöku sinnum með purpura doppur. Grunnlauf 3-fjaðurskipt, flipar 1-4 sm. lensulaga að útlínum til, gullin til súraldinsgræn, hærð eða næstum hárlaus, tennt eða flipótt, með lauflegg.
Lýsing
Geislar 12-25 geisla, 1,5-3 sm, reifa smástoðblöð 5-8, dúnhærð. Blómin hvít. Krónublöðin hárlaus, hvít. Stílar útstæðir. Aldin 7-10 mm, samandregin í oddinn, klofaldin með breiða, bogadregna hryggi.
Uppruni
M & S Evrópa, SV Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015, en sáð hefur verið til hennar.