Cercidiphyllum japonicum

Ættkvísl
Cercidiphyllum
Nafn
japonicum
Íslenskt nafn
Hjartatré
Ætt
Hjartatrjáaætt (Cercidiphyllaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænn-rauðleitur.
Blómgunartími
Blómin koma á undan laufinu, springa út í mars-apríl, eru græn og ekki áberandi, eru einkynja.
Hæð
- 20 m
Vaxtarlag
Stórt, lauffellandi sérbýlistré, 13-20 m hátt og 6-10 m breitt í heimkynnum sínum. Einn bolur eða bolur sem skiptist í nokkra stofna, sum trén eru pýramídalaga önnur með útstæðar greinar og þétta krónu.
Lýsing
Laufin heil, 5-10 × 3-7,5 sm, gagnstæð, breiðegglaga, grunnur hjartalaga, jaðrar fínbogtenntir, handstrengjótt og raðað í gorm á stuttum sprotum, fjaðurstrengjótt og gagnstæð á löngum sprotum. Laufin eru rauð fyrst á vorin verða blágræn þegar líður á sumarið, dökkblágræn ofan, bláleit neðan, verða skærgul til aprikósulit- skarlatsrauð að haustinu, eru með púðursykursilm. Laufleggur 2 sm, axlablöð skammæ. Börkur er brúnn, loðinn og flagnar af gömlum bolum, börkur djúprákóttur. Ársprotar tvennskonar, rauðbrúnar, glansandi, grannar eða beinar stuttar dverggreinar með klólaga brum. Blómin rauð. lítt áberandi, stök eða nokkur saman, engin krónublöð, karlblóm næstum legglaus í lauföxlunum, fræflar 15-30 með rauða frjóhnappa, kvenblóm með 3-5 frævur með purpura stíla. Aldin eru trékennd fræhulstur sem minna á hýði, 2-4 saman á legg, hrímug, með mörg smá, flöt, vængjuð fræ, þegar þau opnast.
Uppruni
V Kína og Japan.
Harka
3
Heimildir
1, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Sáning. -- Ekki auðvelt að flytja. Þarf frjóan, rakan vel framræstan jarðveg
Notkun/nytjar
Tré til að hafa á stórum grasflötum, hægt að nota sem götutré. __ Vökvið ef þurrt er í veðri.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 2001, falleg planta sem kelur lítið eitt árlega.