Cerastium alpinum

Ættkvísl
Cerastium
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Músareyra
Ætt
Caryophyllaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
hvítur
Blómgunartími
maí-júní
Hæð
0.1-0.2m
Vaxtarlag
Myndar breiður með fá eða enga axlaskúfa úr laufum, meira eða minna ullhærð.
Lýsing
Lauf allt að 1,5 sm öfugegglaga til oddbaugótt, stilklaus. Blómskipun tvígreinóttur kvíslskúfur með 1-5 blómum, mikið hærður +/-. Blóm stór, hvít, bikarblöð 7-10 mm, aflöng – lensulaga. Krónublöð 1,2–1,8 sm öfugegglaga, grunnsýld. Hýði u.þ.b. 10 mm stendur fram úr langæjum bikarnum.
Uppruni
Norðurhvel, Ísland, fjöll Evrópu
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, hleðslur, kanta, beð
Reynsla
Harðger, alg. um allt land. Breytileg tegund, ekki mikið ræktuð, miklu minna ágeng í steinhæðum en C. tomentosum.
Yrki og undirteg.
C. alpinum var. lanatum er alg. afbrigði hér á landi mikið hvítloðnara og plantan öll lægri og þéttari.