Celmisia sericophylla

Ættkvísl
Celmisia
Nafn
sericophylla
Íslenskt nafn
Silkiselma
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Bráðfalleg fjallaplanta með stinna, upprétta blómstöngla.
Lýsing
Blómkörfur eru 5-6 sm í þvermál, stórar hvítar blómkörfur með gulum hvirfli. Blöðin löng, lensulaga í hvirfingu við jörð, silkihærð bæði á efra og neðra borði. Á að rækta í vel framræstum, sendnum jarðvegi t.d. í steinhæð, ekki verra að hún sé í léttum skugga.
Uppruni
Nýja Sjáland, Ástralía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð planta. 12 ára reynsla í Lystigarðinum (2004), en þar er hún í steinhæð og þrífst dável. Heimkynni - Ástralía og Nýja Sjáland. Vex þar til fjalla og telst til tegunda sem eru í mikilli útrýmingarhættu.