Celmisia prorepens

Ættkvísl
Celmisia
Nafn
prorepens
Íslenskt nafn
Rengluselma
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
20-25 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með stöngla sem eru þaktir dauðu laufi, skriðular greinar, slá rótum á liðunum og mynda breiður sem verða allt að 1 m í þvermál.
Lýsing
Lauf allt að 8 x 2,5 sm í þéttum toppstæðum blaðhvirfingum, oddbaugótt, leðurkennd, mjög hrukkótt, með laufleggur. Karfan um 4 sm í þvermál, á sterklegum, köntuðum, límkenndum stöngli allt að 20 sm löngum, reifablöð allt að 12 mm, bandlaga, límkennd, með dúsk í toppinn, geislablöð allt að 20 mm, með mjóa, langa tungu.Aldin allt að 3 mm, sívöl.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð í Lystigarðinum þar sem hún hefur verið lengi í ræktun og þrifist vel, þrífst best í léttum, vel framræstum, frjóum, meðalrökum jarðvegi og hentar því vel í steinhæð eða jaðar á fjölæringabeði. Þolir illa vatnsaga að vetri. Kröftug og flott garðplanta. Hefur vaxið með ættingjum sínum af körfublómaætt án áfalla í garðinum síðastliðin 11 ár (2004). Vex til fjalla í graslendi í heimkynnum sínum.