Lauf allt að 30 x 8 sm, aflöng til breiðlensulaga, hárlaus ofan, lóhærð neðan, heilrend, mjókka niður í stuttan lauflegg eða hálfásætin. Körfur eru 6-10 sm í þvermál á stuttum, sterklegum blómlegg allt að 30 sm löngum, reifablöð 20 mm, geislablóm um 25 mm. Aldin um 3 mm, sívöl, silkihærð.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð tegund og auðræktuð, spurning hvort hún sé undir réttu nafni í Lystigarðinum, þar sem hún hefur verið lengi í ræktun og þrifist vel.