Lítill hálfrunni, trjákenndur við grunninn. Greinar þaktar gömlu dauðu laufi. Skríður lítillega með jarðrenglum og myndar smám saman nokkra breiðu.
Lýsing
Lauf allt að 50 x 6 mm, í hvirfingu á greinaendunum, bandlaga til band-spaðalaga, heilrend til fremur snubbótt til hálfhvassydd, tennt, leðurkennd, límkennd, gráleit á efra borði en lóhærð á því neðra, breikka í slíður. Karfa um 4 sm breið, reifar um 1 sm, bandlensulaga með áberandi miðrif, geislablóm hvít allt að 1,5 sm, hvít. Aldin um 3 mm, sívöl, þétt-silkihærð.
Uppruni
Nýja Sjáland, Suðureyja.
Harka
7
Fjölgun
Fjölgað með skiptingu, sáningu, vetrar- og sumargræðlingum.
Notkun/nytjar
Má nota í steinhæðir, beðkanta og ker.
Reynsla
Hefur reynst vel síðustu 10 árin (2004) í steinhæð og blómgast bæði mikið og lengi. Vex í graslendi til fjalla í heimkynnum sínum á Nýja Sjáland, Suðureyju.