Sígrænn dvergrunni, uppréttur, þéttgreindur og dökkgrænn.
Lýsing
Laufin gagnstæð og þétt saman í fjórum röðum eftir greinunum, snubbótt, hreisturlaga. Blómin eru rétt neðan við stöngulendann. Blómleggir og frjóþræðir eru hárlausir. Bikar grænn eða rauður. Krónan hvít og krukkulaga.
Uppruni
Skandinavía, Norðurheimskautið. (Pólhverf).
Heimildir
= 9
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð. Þarf vetrarskýli.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til grænlensk planta í mörg ár, en er nú dauð fyrir nokkrum árum.