Caragana tragacanthoides

Ættkvísl
Caragana
Nafn
tragacanthoides
Íslenskt nafn
Geitakergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
-0.5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni allt að 0,5 m hár, ungar smágreinar ullhærðar, mjög þyrnóttur, með marga, langæa, bogna aðallaufleggi, allt að 3 sm langa.
Lýsing
Lauf með 4-10 smálauf, axlablöð 0,3 sm, mjó, varla svo stinn að geta talist þyrnar, silkihærð. Smálauf allt að 1,5 sm, öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, með aðlæg dúnhár. Blóm allt að 3 sm, gul, stök, á allt að 0,6 sm löngum, hærðum legg. Bikar 1,3 sm, bjöllulaga, ullhærður, tennur stuttar, þríhyrndar. Aldin allt að 3 sm, silkihærð.
Uppruni
NV Kína til Altai-fjalla og NV Himalaja.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.