Útbreitt vaxtarlag, verður gjarnan meiri á breidd en hæð, ungar greinar silkihærðar, axlablöð þyrnótt.
Lýsing
Ársprotar silkihærðir. Lauf 12-18 smálaufa, axlablöð allt að 0,4 sm, þyrnótt. Smálauf allt að 0,8 sm, oddbaugótt eða öfugegglaga, framjöðruð, matt-grágræn, upprunalega silkihærð. Blómin stilkstutt, gul, 1-2 saman. Bikar allt að 0,8 sm, pípulaga, tennur stuttar, yddar. Aldin 3×0,4 sm, flöt, hárlaus eða dúnhærð.