Caragana microphylla

Ættkvísl
Caragana
Nafn
microphylla
Íslenskt nafn
Síberíukergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
1-2 m (-3 m)
Vaxtarlag
Útbreitt vaxtarlag, verður gjarnan meiri á breidd en hæð, ungar greinar silkihærðar, axlablöð þyrnótt.
Lýsing
Ársprotar silkihærðir. Lauf 12-18 smálaufa, axlablöð allt að 0,4 sm, þyrnótt. Smálauf allt að 0,8 sm, oddbaugótt eða öfugegglaga, framjöðruð, matt-grágræn, upprunalega silkihærð. Blómin stilkstutt, gul, 1-2 saman. Bikar allt að 0,8 sm, pípulaga, tennur stuttar, yddar. Aldin 3×0,4 sm, flöt, hárlaus eða dúnhærð.
Uppruni
Síbería, N Kína
Harka
Z3
Heimildir
= 1, http://en.hortipedia.com, http://www.sciencedirect.com
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem var sáð til 1986 og gróðursettar í beð 1990. Báðar þrífast vel, kala lítið.