Runni allt að 1,5 m hár, þéttgreindur, útbreiddur, með 2 sm langa þyrna. Smálauf allt að 1 sm, smágreinar grannar, rauðleitar. Lauf 4-6 smálaufa, aðallaufleggur stinnur, þyrnóttur. Smálauf allt að 1 sm löng, aflöng-lensulaga, oddþyrnd, ljósgræn, ullhærð. Blóm 2,5 sm, gul, stilkstutt. Bikar pípulaga, hárlaus, tennur mjög stuttar. Eggleg dúnhært á brjóstsaumnum. Aldin 2 sm, ullhærð. olir allt að 45,5°C frost.
Uppruni
V Kína, Tíbet.
Harka
Z2
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var sáð til 1978 og gróðursett í beð 1983. Þrífst vel, kelur lítið.