Slútandi, hangandi, regnhlífa vaxtarlag, oftast ágrætt á u.þ.b. 1,5 m háan stofn.
Lýsing
Þetta er eiginlega skriðult form sem er grætt á stofn. Kröftugt í vextinum. Greinar eru stinnar til hangandi, áberandi hangandi. Grædd á stofna af aðaltegundinni. Greinar hanga beint niður í stuttum bogum.Harðgerður runni en fremur seinvaxinn, þolir illa köfnunarefnisáburð, er með Rhizobium bakteríur á rótum.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z2
Heimildir
1,7
Fjölgun
Ágræðsla.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í beð, í stórar steinhæðir
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem var keypt í gróðrarstöð 1995 og gróðursett í beð það sama ár. Þrífast vel bæði norðan og sunnanlands og kelur lítið sem ekkert. Hefur blómstrað mikið hin síðari ár.