Fjölæringur alltað 1m sem vex upp frá löngum skriðulum jarðstöngli. Blómstönglar venjulega einir, oft kirtil- dúnhærðir, einkum ofantil.
Lýsing
Lauf allt að 13 x 4 sm lensulaga, heilrend eða sagtennt, legglaus og venjulega með axlablöð og lykja um stöngulinn, hárlausir til ögn snörp ofan, hárlaus til dúnhærð neðan, neðstu blöðin visna flótt. Körfur allmargar eða fjölmargar í stuttri blómskipun. Reifar 7-11 mm háar, reifablöð grönn, langydd eða mjókka, næstum eins, ekki aðlæg, oft með djúppurpura slikju, þunn. Tungublóm 1 ? 1,5 sm 20- 40, dökkpurpura. Aldin með greinilegum strengjum, ögn stinnhærð. Sumarblómstrandi.