Campanula tommasiniana

Ættkvísl
Campanula
Nafn
tommasiniana
Íslenskt nafn
Slæðuklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Ljósfjólublár
Blómgunartími
Ágúst
Hæð
0,1-0,2 m
Vaxtarlag
Hárlaus, afar fínlegur, þýfður fjölæringur með sveran jarðstöngul. Blómstönglar allt að 20 sm, margir, grannir og seigir, hangandi.
Lýsing
Laufin lensulaga, ydd með fíngerðar tennur sem vita fram á við, leggstutt. Bikarflipar bandlaga, útstæðir. Enginn aukabikar. Krónan pípulaga-bjöllulaga, fölfjólublá til lillablá. Hýði opnast með götum um miðjuna.
Uppruni
Ítalía, Slóvenía, Króatía
Sjúkdómar
engir
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, fjölær beð
Reynsla
Slæðuklukka hefur verið af og til í Lystigarðinum. Hún lifir fáein ár. Það fer líklega eftir árferði hversu langlíf hún verður en geta náð amk 4-5 ára aldri.