Uppréttur fjölæringur með granna, lítt greinda jarðstöngla. Blómstönglar allt að 60 sm, kantaðir, greinóttir ofan til, randhærðir eða hárlausir. Þarf stuðning þegar líður á sumarið.
Lýsing
Stofnstæðu laufin egg-lensulaga til tígullaga, bylgjuð, tennt, legglöng. Visna fljótt. Stöngullauf egglaga til breiðlensulaga, ydd, tennt. Blómin fá, drúpandi og í klasa. Knúppar uppréttir. Bikarflipar bandlaga. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2,4 sm, breiðbjöllulaga, djúp-purpurablá. Hýði öfugkeilulaga, drúpandi, opnast með götum neðst.
Uppruni
Pýreneafjöll, V & S Alpafjöll
Sjúkdómar
engir
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Blómaengi, beð
Reynsla
Tígulklukkan hefur verið áratugum saman í Lystigarðinum og þrifist vel. Sáir sér talsvert svo betra er að hafa auga með henni og halda aftur af henni. Falleg tegund og blómrík. Þroskar fræ reglulega.