C. nobilis Lindley, C. punctata v. microdonta (Koidzumi) Ohwi
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Rauðleit/hvít til enda
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.2-0.3m
Vaxtarlag
Meira eða minna uppréttur, þornhærður fjölæringur. Blómstönglar allt að 35 sm, greinóttir ofantil.
Lýsing
Stofnstæðu laufin hjartalaga, langydd, þykk, bogtennt, á löngum blaðstilk. Blaðstilkar stöngullaufa styttast eftir því sem ofar dregur á stönglum, stilklaus efst. Blóm hangandi í fláblóma, endastæðum klasa, sem minnir á ax. Bikar með aukabikar. Krónan breiðbjöllulaga, allt að 5 sm, vaxgul til kóralbleik með fagurrauðar doppur að innanverðu. Hýði opnast með götum neðst.
Uppruni
Rússland (Síbería), Japan
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Breiður, þekju, undirgróður, sumarbústaðaland
Reynsla
Þrífst vel. Hefur verið í ræktun í görðum hér nokkuð lengi, oft fremur skammlíf í ræktun. Nokkurra ára plöntur eru í Lystigarðinum.