Þornhærður, uppréttur fjölæringur. Blómstönglar beinir, allt að 90 sm háir, kantaðir, safamiklir og greinast frá grunni.
Lýsing
Stofnstæðu laufin allt að 15 sm, hærð og mynda blaðhvirfingar. Þau eru aflöng-lensulaga til öfugegglaga, óreglulega tvítennt, hrukkótt með mjóvængjaða blaðstilka. Stöngullauf egglaga-aflöng, ydd, leggstutt til stilklaus efst. Blómskipunin greinótt, blómin endastæð eða í blaðöxlunum, stök eða 3-5 saman. Bikarflipar langyddir og fíntenntir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2 sm, grunnbjöllulaga, purpurablá með hvítleitum grunni. Hýði öfugkeilulaga-aflöng og opnast með götum um miðjuna.