Blómstönglar grannir, allt að 25 sm, venjulega margir og með strjál blóm. Laufin grá, stinnhærð eða lítið hærð, nokkuð langydd, randhærð. Stofnstæðu laufin hjartalaga til egglaga, tvísagtennt og stilkuð. Stöngullaufin tennt eða heilrend, leggstutt. Blómin legglöng í gisgreinóttum klasa eða skúf. Bikarflipar 8-12 mm. lensulaga. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2,5 sm, breið-stjörnulaga til trektlaga, djúpklofin eða allt að 2/3, flipar útstæðir, ljósfjólubláir-fjólubláir. Stíllinn næstum fram út blóminu. Hýði opnast um miðju.
Uppruni
N Balkanskagi
Sjúkdómar
engir
Harka
3
Heimildir
= 1, 2, HS
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, beðkanta
Reynsla
Aðeins fáeinar plöntur eru í Lystigarðinum. Lofa góðu.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis t.d. 'E.H. Frost' mjólkurhvít, 'Erich G. Arends' blá 'Lilaciana' lillableik, 'Stella' skærfjólublá ofl.