Þýfður fjölæringur, næstum hárlaus. Blómstönglar allt að 10 sm háir, læpulegir.
Lýsing
Lauf er upp eftir öllum stilknum, allt að 2,5 sm, öfuglensulaga til spaðalaga, sagtennt, leðurkennd, gljáandi. Blómin stök eða mörg saman. Bikarflipar aftursveigðir, floshærðir. Krónan trektlaga til víðbjöllulaga, fliparnir uppréttir, skærbláir. Fræflar skarlatsrauðir.
Uppruni
N-Ameríka (einlend)
Harka
Z7
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Blönduð beð, steinhæð
Reynsla
Reynsla mjög lítil enn sem komið er í Lystigarðinum, fáeinar plöntur til í sólreit.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.'Souveregniana' er með stór, hvít blóm.