Campanula petrophila

Ættkvísl
Campanula
Nafn
petrophila
Íslenskt nafn
Klettaklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Fölblár - blár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Vaxtarlag
Þýfður, næstum hárlaus eða lítið eitt dúnhærður fjölæringur. Blómstönglar allt að 12 sm, margir, jarðlægir.
Lýsing
Laufin egglaga til hálfkringlótt, heilrend eða stöku sinnum þrítennt í oddinn með langan blaðstilk við grunn en verða smám saman næstum stilklaus og öfugegglaga eftir því sem ofar dregur. Blómskipunin er með mörg (1-5) stór blóm, blómin upprétt með langan blómlegg. Bikarflipar tígullaga til lensulaga allt að 1/3 af lengd krónunnar. Krónan sívöl til trektlaga, fölblá til blá.
Uppruni
Kákasus
Harka
z4
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, blönduð beð
Reynsla
Þrífst vel og er góð steinhæðaplanta en oft skammlíf í ræktun.