Uppréttur eða uppsveigður fjölæringur með granna, greinótta jarðstöngla. Blómstönglar allt að 60 sm, stinnir, kantaðir, hárlausir eða hærðir á hornunum neðst, laufóttir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin hjartalaga til bogadregin, tennt, visna snemma. Stöngullauf mjóbandlaga, heilrend, blómskipunin greinótt. Blómin drúpandi, knúppar uppréttir. Bikarflipar bandlaga, aðlægir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2 sm, bjöllulaga, djúppurpurablá. Eggleg nöbbótt. Hýði öfugkeilulaga, álút, opnast með götum neðst.
Uppruni
Ítalía, Slóvenía, Króatía
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, skipting
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum og þroskar fræ reglulega.