Campanula linifolia

Ættkvísl
Campanula
Nafn
linifolia
Íslenskt nafn
Heiðaklukka
Samheiti
Campanula scheuzeri, Campanula carnica
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Blár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.2-0.25m
Vaxtarlag
Uppréttur, þýfður fjölæringur. Blómstönglar allt að 25 sm, uppréttir - uppsveigðir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin egg-nýrlaga stilkuð, jaðrar bylgjaðir. Stöngullauf mörg, bandlaga, næstum heilrend, stilklaus. Blómin endastæð, stök eða í skúfum. Bikarflipar aflangir, uppréttir. Krónan trektlaga til breiðbjöllulaga, blá eða blápurpura.
Uppruni
M Evrópa
Sjúkdómar
engir
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, kanta
Reynsla
Lítil reynsla, nokkrar plöntur til í sólreit.
Yrki og undirteg.
'Alba' hvít, 'Valdensis' silfrað lauf, purpurlit blóm, blómsæl