Uppréttur fjölæringur, hárlaus, fíndúnhærður eða ögn hærður. Blómstönglar uppréttir, beinvaxnir, allt að 1,5 m, ógreindir, sljókantaðir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin allt að 12 sm, egglaga, aflöng til breiðlensulaga, hjartalaga, langydd, hárlaus eða lítið eitt hærð, tennt, legglöng. Stöngullauf egglaga næstum heilrend, leggir styttast upp eftir stilknum og laufin verða næstum stilklaus efst. Blóm leggstutt, fjölmörg, flest í blaðöxlunum, upprétt eða drúpandi í strjálblóma klasa, stök í blaðöxlunum eða nokkur saman í endakolli. Bikarflipar bandlensulaga, langyddir, tenntir, útstæðir til uppréttir, hárlausir. Enginn aukabikar. Krónan trektlaga til bjöllulaga allt að 5 sm og klofin niður að 1/4, flipar yddir, ljósbláir til fölgráfjólubláir. Stíll næstum ekki út út blóminu. Hýði egglaga, drúpandi og opnast með götum neðst.Þarf virkilega góða uppbindingu.
Uppruni
N Tyrkland, N & M Íran, M Asía & V Himalaja til V Síbería
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sánging
Notkun/nytjar
Beð, undirgróður á skýldum stöðum
Reynsla
Þrífst vel og hefur lengi verið ræktuð í görðum hérlendis og í Lystigarðinum en þar hafa bæði afbrigðið v. macrantha og yrkið 'Alba' lengi verið til og önnur yrki líka hin síðari ár.
Yrki og undirteg.
'Alba´ með hvít blóm, stöku sinnum með bláan hring neðst. 'Brantwood' krónan djúpfjólublá. Campanula latifolia v. macrantha Fisch. ex Hornem. frá Kákasuser með fjólublá blóm sem eru stærri og dekkri og standa lengur en á aðaltegundinni.