Campanula lactiflora

Ættkvísl
Campanula
Nafn
lactiflora
Íslenskt nafn
Mjólkurklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Samheiti
Campanula biserrata C. Koch
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Ljólblár, fölblár, hvítur
Blómgunartími
Júlí-sept.
Hæð
0.7-1,5m
Vaxtarlag
Fjölæringur með fremur stinnum hárum, stönglar uppréttir, allt að 1,5 m. Jarðstönglar gildir, kjötkenndir og greindir. Blómstönglar sterkbyggðir, uppréttir, greinóttir með þétt lauf.
Lýsing
Stofnstæðu laufin mjó-egglaga til egglaga-aflöng, þunn, tvísagtennt, leggstutt, milligræn. Blómstönglar eru greinóttir ofan til og bera stóra toppa með geysilegum fjölda blóma. Blóm upprétt í breiðum, laufóttum, strjálblóma skúf, stilkuð. Enginn aukabikar. Króna um 2,5 sm, breiðbjöllulaga, flipar útstæðir, klofnir niður að miðju, undanrennubláir, dofnar út í hvítt í miðjunni. Stíll næstum ekki út úr blóminu. Hýði opnast með götum neðst. Þarf góða uppbindingu.
Uppruni
Kákasus, V Asía
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning (ekki skipta nema algjöra nauðsyn beri til)
Notkun/nytjar
Beð, hugsanlega undirgróður í skóglendi
Reynsla
Harðger, langlíf, afar falleg og þrífst vel í garðinium
Yrki og undirteg.
'Loddon Anna' 90 sm há planta, blóm lillableik.'Macrantha' fjólublá-purpuralit blóm.