Uppréttur, stinnhærður fjölæringur. Blómstönglar allt að 1 m, kantaðir, ógreindir eða stöku sinnum greinóttir, stinnhærðir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin mynda blaðhvirfingar við jörð og eru hjartalaga, gróftennt og legglöng. Stöngullauf eru mjórri, lensulaga og bogadregin við grunninn, leggstutt, efstu laufin stilklaus. Blómin í litlum kollum í greinóttum skúfi, drúpandi, leggstutt. Bikarflipar lensulaga. Enginn aukabikar. Krónan allt að 3 sm, bjöllulaga til trektlaga og klofin næstum niður að miðju, blá til fjólublá. Hýði opnast með götum neðst.
Uppruni
SA Evrópa
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Breiður, undirgróður, þyrpingar, beð
Reynsla
Þrífst vel, sama plantan hefur verið mjög lengi í garðinum.