Dálítið dúnhærður eða hárlaus, útafliggjandi fjölæringur. Blómstönglar grannir, allt að 15 sm, útbreiddir og ekki allir með blóm.
Lýsing
Stofnstæðu laufin flest kringlótt til egglaga eða hjartalaga, ydd, bogtennt, skærgræn, smádúnhærð, vetrargræn. Stöngullauf egglaga, ydd, tennt. Blóm upprétt, legggrönn í strjálblóma, greinóttum skúf. Bikarflipar 8-12 mm, >1 mm breiðir, út- eða niðurstæðir, næstum jafn stórir, lensulaga. Enginn aukabikar. Króna allt að 2 sm, flöt til breiðtrektlaga, klofin allt að 3/4, skærblá. Frjó gult. Blómgast í júlí-ágúst. Hýði opnast með götum um miðjuna. Er mjög lík Seyruklukku (C. elatines).
Uppruni
SA Ítalía
Harka
H5
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting, sáning (mælt með skiptingu á 4 ára fresti eða svo)