Fjölær, fínleg jurt með uppsveiðga stöngla, allt að 15 sm á hæð. Blómstönglar hærðir, grannir en samt stinnir. Með granna, greinótta, léttskriðula neðanjarðarsprota, sem mynda gisna breiðu.
Lýsing
Stofnstæðu laufin ± kringlótt til spaðalaga eða hjartalaga, tennt og stilkuð. Þau visna þegar líður á sumarið. Blöðin eru flest á stönglum, að mestu heilrennd, mjólensulaga eða striklaga.Blóm endastæð, stök eða í fáblóma klösum, drúpandi. Knúppar eru líka drúpandi. Bikarflipar band-þríhyrndir með bogadregna skerðingu milli sín. Aukabikar enginn. Krónan allt að 1,8 sm, trektlaga til mjóbjöllulaga með ydda flipa, sem eru greinilega með bogadregnar skerðingar í fellingum í bilunum milli flipanna. Krónan fjólublá til föllillablá. Hýði breiðöfugkeilulega, drúpandi, opnast með götum neðst.
Uppruni
S, V & SM Alpafjöll (Sviss)
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, beð, undirgróður
Reynsla
Falleg planta en vandlát og oft skammlíf. Hefur verið af og til í Lystigarðinum í allmörg ár. Þroskaði fræ '97