Uppréttur fjölæringur með jarðrenglur, breiðist hægt út. All skriðulir jarðstönglar. Myndar hvirfingar stilkaðra blaða. Blómstönglar allt að 30 sm háir, dúnhærðir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin breiðlensulaga til egglaga-aflöng, langydd, bogtennt, legglöng, dúnhærð. Blaðstilkar stöngullaufa styttast eftir því sem ofar dregur á stönglinum, laufin alveg stilklaus efst.Blómklukkur lútandi, einstakar eða fáar saman í fínlegum, einhliða klasa eða knippi. Aukabikarflipar smáir eða engir. Krónan breiðbjöllulaga, klofin næstum niður til hálfs, dökk silkipurpura til bláfjólublá. Stíll stendur nær ekkert út úr blóminu. Hýði opnast með götum neðst.
Harðger og bráðfalleg tegund og ekki til vandræða þótt hún sé dálítið skriðul. Þrífst vel. Hefur verið lengi í ræktun í görðum hér á landi og í Lystigarðinum eru plöntur sem lifað hafa í a.m.k. 50 ár. Þroskar fræ nokkuð reglulega.