Lík C. rotundifolia. Grunnlaufin lítil, grasleit, bandlaga, stilklaus. Stöngullaufin minni, heilrend og stilklaus. Blóm í gisnum greinóttum klasa (stundum einblóma) á löngum blómstilkum, lúta. Enginn aukabikar. Krónan bjöllulaga, mjókkar að munnanum, fagurblár. Blómgast síðsumars.
Uppruni
Dólómítafjöll, A Alpafjöll
Harka
4
Heimildir
1, net
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, ker, kanta
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005. Vex í skriðum í sínum náttúrulegu heimkynnum upp í allt að 3000m hæð. Lýsingum ber ekki saman eftir heimildum og þarf að skoða betur.