Lágvaxinn, þýfður til skriðull eða útbreiddur, dúnhærður fjölæringur. Blómstönglar allt að 10 sm, margir, grannir, uppsveigðir. Blómlausar ofanjarðarrenglur enda í þéttri blaðhvirfingu.
Lýsing
Grunnlauf öfugegglaga til breiðegglaga, snubbótt, heilrend, stilklaus, blágræn. Stöngullauf egglaga til aflöng, stilklaus. Blómin stök, upprétt. Bikarflipar bandlensulaga. Enginn aukabikar. Króna allt að 1,5 sm, breiðstjörnulaga, flipar lensulaga, langyddir, útstæðir, föl-lillabláir. Stíll dálítið boginn. Frjó rauðfjólubláleitt. Hýði egglaga, opnast með götum um miðjuna.Blómgast síðsumars.
Uppruni
Alpafjöll
Harka
5 H4
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, ker, kassar
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005. Þrífst best norðan í móti í moldarblöndu sem er 1/4 sphagnummold, 1/4 sendin gróðurmold og 1/2 möl (ekki kalk). Þolir illa kalkríkan jarðveg (HHP).