Dúnhærður fjölæringur, allt að 15 sm hár. Jarðstönglar grannir, trékenndir og mynda aðeins fáeina, granna, greinótta, skriðula sprota.
Lýsing
Lauf allt að 2,5 sm, lítil, öfugegglaga til oddbaugaótt, heilrend, leggstutt til stilklaus. Laufin grágræn. Blómin mörg, stök og hangandi. Krónan mjóbjöllulaga, lillablá.Blómgast síðsumars.