Uppréttur, stutthærður, gráhvítur fjölæringur. Blómstönglar allt að 90 sm háir, snarpir, með mjög stutt, stinn hár, ógreindir eða lítið eitt greindir.
Lýsing
Lauf grá og hærð neðan. Grunnlauf allt að 10 sm löng, mynda þéttar blaðhvirfingar. Grunnlaufin eru egglaga-langydd til hjartalaga, tennt og stilkuð. Stöngullauf egglaga og lykja um stilkinn, hvíthærð neðan, stilklaus eða því sem næst. Blómin drúpandi, leggstutt, stök eða 2-3 saman í fínlegu einhliða axi (stundum í lítið eitt greinóttu axi). Bikarflipar þríhyrndir-lensulaga, útstæðir og ± hárlausir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2,5 sm, trektlaga, klofin að 1/3, dúnhærð innan, bláfjólublá. Stíll næstum ekki út úr krónunni. Hýði lotið, ± hnöttótt, opnast með 3 götum neðst.
Uppruni
M & A Evrópa, NA Tyrkland og Kákasus til Írans og V Síberíu