Lauf dálítið gljáandi. Grunnlauf stilkuð, allt að 8 sm, oddbaugótt-hjartalaga, með strjálar, reglulegar bogtennur. Stöngullauf eru bandlensulaga, stilklaus. Blómstönglar mynda blómleggi, venjulega með eitt blóm. Bikar með örsmáan utanbikar, flipar tígullaga. Krónan er bjöllulaga, allt að 2,5 sm löng, blá með purpura slikju.