Uppréttur, lítill, þýfður, skammlífur fjölæringur með einn rótarstöngul. Blómstönglar uppréttir, stinnir, ógreindir eða greinóttir, allt að 15 sm.
Lýsing
Flest laufin mynda hvirfingu við jörð. Grunnlaufin eru allt að 5 sm, band- til lensulaga, heilrend, fíntennt eða bogtennt, hárlaus til dúnhærð. Blómin legglöng, í strjálblóma, pýramídalaga blómskipun, hálfdrúpandi eða hangandi. Þau eru með lítt áberandi, hærðan aukabikar. Króna allt að 2 sm, bjöllulaga, hærð, föllilla til gráfjólublá, flipar stuttir. Hýði opnast með götum við grunninn. Skyld skeggklukku (Campanula barbata) en miklu minni. Blómgast í ágúst-september