Bupleurum ranunculoides

Ættkvísl
Bupleurum
Nafn
ranunculoides
Íslenskt nafn
Gulbudda
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-60 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 60 sm hár, stönglar bugðóttir. Lauf með 3-7 næstum samsíða strengi, hliðarstrengir fáir og lítt áberandi. Grunnlauf bandlaga, bandlensulaga eða spaðalaga, mjókka ± að leggnum. Stöngullauf 3-5, breiðari, verða egglaga, ydd, lykja hálffvegis um stöngulinn.
Lýsing
Stoðblöð 1-5, lík efstu laufunum. Geislar 3-15, stinnir. Reifablöð 9, egglaga til ± kringlótt, breytileg að lögun og stærð, gulleit.
Uppruni
Fjöll í S Evrópu.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í fjölæringabeð.
Reynsla
Sennilega ein besta garðplantan af Bupleurum-tegundunum. Er ekki í Lystigarðinum 2015.