Uppréttur fjölæringur, 30-150 sm hár, stönglar holir, gulir eða purpuramengaðir, oftast ógreindir. Lauf með áberandi miðstreng, hliðarstrengir fjölmargir. Neðstu laufin oddbaugótt, spaðalaga, ± snubbótt, broddydd. Laufleggur lengri en eða jafn langur og laufin, með breiða vængi og slíður neðst.
Lýsing
Stöngullauf verða ± kringlótt, hjartalaga við grunninn. Stoðblöð 2-4, egglaga eða ± kringlótt, snubbótt eða stuttydd. Sveipir gullir, blómin umlukin koparlitum stoðblöðum sem minna á krónublöð, Geislar 5-12. Reifablöð 5-8, lík stoðblöðunum en minni, oftast samföst neðst, stundum til hálfs, æðar áberandi.