Brunnera macrophylla

Ættkvísl
Brunnera
Nafn
macrophylla
Íslenskt nafn
Búkollublóm
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi, sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar miklar blaðhvirfingar stórra blaða, blómskipun fíngerð, marggreinótt og gisin (líkt og gleym-mér-ei). Plantan öll með aðlæg hár.
Lýsing
Stönglar allt að 50 sm háir, þornhærðir, grunnlauf allt að 20 x 10 sm, hjartalaga, hærð, laufleggir allt að 20 sm langir. Stöngullauf lensulaga til oddbaugótt eða egglaga, legglaus. Blómleggir allt að 8 mm við fræþroskun. Bikar allt að 2 mm við fræþroskann, tenntur, næstum hvassyddur. Bikarflipar kofnir að grunni eða því sem næst. Króna 3-4 mm í þvermál, blá. Krónupípan bjöllulaga. Útstæðir egglaga-kringluleitir flipar. Fræ(hnetur) allt að 4 mm með ögn snörp rif og vörtur.
Uppruni
V Kákasus, V Síbería, A Evrópa.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skuggabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Mjög gömul í ræktun i Lystigarðinum og í görðum hérlendis. Þrífst best í hálfskugga, góðu skjóli í frjóum moldarjarðvegi og nægum raka.