Laufin verða dálítið lengri en stöngullinn, allt að 6 mm breið með rennu (greyptur), ljósgræn.
Lýsing
Blómstöngull 10-50 sm hár. Blómleggir 0,5-1,25 x lengri en blómið, lengri þegar aldinin hafa þroskast. Blóm 5-15, um 10 mm, lárétt eða álút og vita til einnar hliðar, mjó-bjöllulaga, skærblá eða stundum fjólublá eða hreinhvít. Blómhlífarpípa sívöl eða dálítið samandregin neðan við ginið, blómhlífarblöð 1/3-1/2 lengd pípunnar. Fræflar festir um hálfa leið upp eftir pípunni, litlir, ná ekki upp í ginið.