Lík skógarálfi (Boykinia aconitifolia) en blöðin 1-3 x 1,5-4 sm, blöð ein- til tvítennt, þornhár axlablaða hvít. Bikar skiptur niður til hálfs í lensulaga, upprétta flipa,2-6 mm. Krónublöðin spaðalaga, skarlatsrauð með purpuralitri slikju, 2-3 x lengri en bikarblöðin. Fræflar 10 talsins, styttri en eða jafnlangir bikarblöðunum. Eggleg hálfundirsætið.
Uppruni
N Ameríka (Kólóradó).
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis en til í einstaka görðum og lofar góðu, stundum skammlíf.