Lítið tré (8-12 m) eða stór runni (4-8 m), börkur silfurgrár eða ögn bleikmengaður. Ársprotar lítið eitt vörtóttir, vörtur ljósar, ársprotarnir þétt-floshærðir til loka annars ársins.
Lýsing
Lauf 3-5 ×2-2,4 sm, breiðegglaga, grófsagtennt, tennur misstórar, laufin hvassydd, grunnur bogadreginn eða ögn hjartalaga til breiðfleyglaga, dökk mattgræn og dálítið hærð ofan, æðastrengir í 6-7 pörum. Laufin dúnhærð neðan, fallegir haustlitir. Laufleggir 6-13 mm, hærðir. Þroskaðir kvenreklar 2-4 × 1-2 sm, uppréttir, oddvala, rekilhreistur upprétt í oddinn, miðflipinn bandlaga, 2 × lengri en hliðafliparnir. Falleg að vetrinum. Þolir allt að -29°C.