Lauffellandi tré, 10-20 m hátt í heimkynnum sínum, oft margstofna, keilulaga, krónan gisin, börkur flagnar ekki, ljósgrár til hvítur, greinar nokkuð hangandi, sveigðar, grannar, hárlausar, mjög hrjúfar og vörtóttar.
Lýsing
Lauf 5-9 × 3-6 sm, þríhyrnd til breið-egglaga, gróf-tvísagtennt, langydd-odddregin, grunnur breið-fleyglaga til þverstýfður, glansandi græn, með kirtla á efra borði, límkennd þegar þau eru ung, verða ljósgul að haustinu. Æðastrengir í 6-9 pörum, laufleggur grannur, 2-2,5 sm langur, svart kirtil-doppóttur. Karlreklar 5-8 sm. Þroskaðir kvenreklar 2-3 × 0,6 sm, hangandi, sívalir, dúnhærðir, rekilhreistur 2 × breiðari en þau eru löng, með mjög lítinn miðflipa.
Uppruni
Austur N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2013, en var í uppeldi á árum áður.