Meðalstórt, upprétt tré sem getur orðið 8-10(-11) m hátt og 2-4 m breitt. Óvenjulegt í vextinum, súlulaga-spólulaga, hneigist til að verða mjóegglaga með aldrinum. greinarnar vefjast um hver aðra og vaxa innávið og mynda með því uppréttan súlulaga form. Ytri greinarnar eru dálítið innsveigðar og samvafðar. Fallegur hvítur bolur, börkur flagnar í flögur (næfra), þunnar og hvítur sem pappír, verður svartur og sprunginn á neðri hluta bolsins. Tréð er einnig glæsilegt lauflaust að vetrinum.
Lýsing
Laufin eins og á venjulegu vörtubirki. Þau eru skærgræn, þríhyrnd og með tvísagtennta jaðra, smjörgul að haustinu. Blómin smá í reklum. Karl- og kvenblóm eru sitt í hvoru lagi á sömu plöntunni. (monoecious). Aldin eru smáhnotir með væng í hangandi reklum sem detta af á haustin. Sé þörf á að snyrta tréð ætti að gera það síðsumars eða snemma hausts, en skerðing síðla vetrar eða snemma vors veldur því að trénu 'blæðir' allt of mikið.
Er ekki í Lystigarðinum 2013. Ætti að þrífast þolanlega á allra bestu stöðum í sól og góðu skjóli, ekki vitað hvort það hefur verið reynt í görðum hérlendis.