Betula pendula

Ættkvísl
Betula
Nafn
pendula
Yrki form
'Youngii'
Íslenskt nafn
Hengibjörk (vörtubirki)
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Grænleitur
Blómgunartími
Vor
Hæð
1,5-2,5 m
Vaxtarlag
Glæsilegt yrki af vörtubirki með langar, hangandi greinar, ágrætt. Hvað tréð verður hátt er (að hluta) háð hæð ágræðslustofnsins. Oftast er það grætt á 1-1,75 m háan stofn. Mjög flott sem tré á stórar flatir og í stóra garða þar sem það hefur nóg rými til að njóta sín. Verður 2,5 m hátt og 4 m breitt, með áberandi, útstæðar, hangandi greinar, toppurinn verður flatur með aldrinum. Grætt á 1-1,75 m háa stofna. Börkur stofnsins er pappírshvítur, flagnar. Ungar greinar eru sléttar og brúnar.
Lýsing
Blöðin er skærgræn, þríhyrnd, með tvísagtennta jaðra, verða smjörgul að haustinu. Blómin eru lítil í reklum. Karl- og kvenblóm aðskilin en á sömu plöntunni (monoecious).Aldin smáhnotir með vængi, í hangandi reklum sem detta af á haustin. Haustlitirnir eru fallegri á svæðum þar sem loftslagið er svalt. Auðvelt er að flytja tré. Rótarkerfið er fíngert og grunnstætt.Moltulag á yfirborð jarðvegs bætir hann og svo rakinn helst betur í honum og lækkar jarðvegshitann á sumrin á heitum svæðum.Það má klippa/snyrta tréð árlega til að forma það í einskonar sólhlíf eða láta tréð óklippt svo að það vaxi eins og því er eðlilegt. Tréð ætti alltaf að snyrta síðsumars eða snemma hausts þar sem klipping síðvetrar eða snemma vors getur orðið til þess að trénu 'blæði' óhóflega.
Uppruni
Yrki
Harka
2
Heimildir
= 1, http://www.flemings.com.au
Fjölgun
Fjölgað með ágræðslu á ilmbjörk.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð tré, í blönduð beð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2013. Ætti að þrífast þolanlega á allra bestu stöðum í sól og góðu skjóli. Ekki vitað hvort það hefur verið reynt í görðum hérlendis en góðar líkur eru á því.