Betula pendula

Ættkvísl
Betula
Nafn
pendula
Yrki form
'Tristis'
Íslenskt nafn
Grátbjörk (vörtubirki)
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Full sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Grænleitur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Lauffellandi tréð sem verður allt að 12 m hátt eða hærra og 4-8 m breitt. Það tekur tréð 2050 ár að ná þessari stærð. Yrkið Tristis er glæsilegt, meðalstórt tré með mjóa krónu með langar, grannar, hangandi smágreinar. Bolurinn hvítur. Laufin egglaga, verða gul að haustinu. Blómin í grönnum brúnum reklum og slúta í miklum boga.
Lýsing
Laufin eins og á venjulegu vörtubirki.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ryðsveppur og blettir á laufi (sveppasýking) geta verið til vandræða erlendis.
Harka
2
Heimildir
= 1, http://apps.rhs.org.uk
Fjölgun
Fjölgað með ágræðslu.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð, blönduð beð. Norðanundir, austan-, sunnan- eða vestanundir. Á skjólgóðum stað eða áveðurs. Vex við margs konar aðstæður. Þarf litla umhirðu, en snyrtingu ef þurfa þykir.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2013. Þrífst þolanlega á allra bestu stöðum í sól og góðu skjóli, hefur verið reynt í nokkrum görðum hérlendis og þrífst bara vel.