Tré, allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur rauðbrúnn eða appelsínugulur eða móhvítur, flagnar.
Lýsing
Lauf 7-10 sm, egglaga til breið-egglaga, hvassydd til langydd, grunnur bogadreginn eða hjartalaga, tvísagtennt með 7-10 æðastrengjapör. Þroskaðir kvenreklar 3-4 sm, rekilhreistur randhærð.
Uppruni
NV Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, beð
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1994. Lítt reynd hérlendis en er nú í prófun á nokkrum stöðum á landinu (t.d. á Reykjum í Ölfusi).