Uppréttur, þyrnóttur runni með lítið eitt útsveigðar og vörtóttar greinar.
Lýsing
Runni allt að 2 m hár, greinar greyptar, ögn vörtóttar. Þyrnar 3 saman, sverir, allt að 2,5 sm. Lauf 6×2 sm, öfugegglaga, heilrend eða lítið eitt tennt, smánöbbótt neðan, æðastrengir greindir. Blóm gullgul, allt að 8 saman. Eggleg 2. Aldin allt að 1 sm, sporvala, glansandi, rauð. Engir stílar.
Uppruni
V Kína (Yunnan).
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í blönduð beð, í raðir
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1980 og gróðursett í beð 1985 og flutt í annað beð 2006. Vex vel kelur nokkuð mikið, blóm sum árin, eintak reyndar í nokkuð miklum skugga.