Berberis verruculosa

Ættkvísl
Berberis
Nafn
verruculosa
Íslenskt nafn
Vetrarbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, sígrænn runni með bogsveigðar greinar.
Lýsing
Sígrænn runni allt að 1,5 m hár, vex hægt. Greinar bogsveigðar, gulbrúnar, dúnhærðar, þétt-vörtóttar. Þyrnar grannir. Lauf allt að 2×1 sm, öfugegglaga-oddbaugótt, ydd, með fáar fínar sagtennur, dökk glansandi græn ofan, gráhrímug og nöbbótt neðan. Blóm stök eða 2 saman, gullgul, krónublöð hvass-framjöðruð. Aldin allt að 1 sm, egglaga eða perulaga, purpurasvört, blágráleit. Enginn stíll.
Uppruni
Kína (V Sichuan).
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í blönduð beð, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004. Miskalinn (0,5-3,5) milli ára.