Berberis veitchii

Ættkvísl
Berberis
Nafn
veitchii
Íslenskt nafn
Bylgjubroddur**
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítgulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, uppréttur og útbreiddur runni, sígrænn.
Lýsing
Sígrænn runni, uppréttur eða útbreiddur, allt að 1,5 m hár. Greinar rauðar (til næstum fjólublárauðar). Þyrnar 3 saman, 4 sm langir. Lauf 2-5 saman, mjólensulaga, dökkgræn ofan, ljósgræn neðan, 3-10 sm löng, 10-24 grófar, bylgjaðar tennur á hvorri hlið. Blómin hvítgul, brúnleit eða rauðleit á ytra borði, 4-8 í skúf, leggir 2-3,5 sm langir. Aldin aflöng til sporvala, 9-12 mm löng, svört, bládöggvuð. Enginn stíll.
Uppruni
M Kína (V Hubei)
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.Er oft undir Berberis acuminata í görðum.