Vöxtur lítill, ungar greinar brúnrauðar, (grænleitar hjá yrkinu 'Kelleriis', sem er mjög líkt). Lauf græn með hvíta flekki og doppur.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, til einnar var sáð 1995 og til hinna tveggja 1999, allar þrjár voru gróðursettar í beð 2004, líklega hafa allar 'slegið til baka' og eru aðaltegundin. Ólíklegt er að rétt planta (Berberis thunbergii Silver Beauty) hafi komið upp af fræinu.