Berberis thunbergii

Ættkvísl
Berberis
Nafn
thunbergii
Yrki form
Green Carpet
Höf.
(Schiphorst 1965)
Íslenskt nafn
Sólbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Gulur með rauða slikju
Blómgunartími
Júní (lok maí í bestu árum)
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Útbreiddur, þyrnóttur runni.
Lýsing
Lauffellandi runni útbreiddur í vextinum, allt að 1 m á hæð. Greinar langar, slútandi. Lauf breið-oddbaugótt til kringluleit, græn. Haustlitir appelsínugulir til rauðir.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær undir þessu nafni, til annarrar var sáð 2004 og hún gróðursett í beð 2007. Til hinnar var sáð 2002 og er hún enn í uppeldisreit 2012.Ólíklegt er að rétt planta (Berberis thunbergii Green Carpet) hafi komið upp af fræinu.